Færsluflokkur: Bloggar

Takk Eva Joly

Ég var að lesa grein Evu Joly í Mogganum áðan og get ekki annað en þakkað þessari heiðurskonu fyrir að setja skoðanir sínar á prent. Eins og mælt úr mínum munni. Ætla stjórnvöld að gera Ísland að nýlenduríki annarra þjóða eða standa vörð um íslenskt samfélag og framtíð Íslands?. Til að taka af allan vafa þá er ég með þessum línum ekki að mótmæla því að Ísland geri upp sínar skuldir við útlönd, heldur geri það á þann hátt að hægt sé að standa undir þeim, lifa í landinu og byggja upp til framtíðar.  Látum ekki kúga okkur til hlýðni, sínum samstöðu. Höldum sjálfstæði okkar og gerum samningsaðilum tilboð sem við getum staðið undir og er innan þess skuldaramma sem Íslandi ber að standa við. Hvorki meira né minna!


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband